WordPress Snjallvefir

Við sérhæfum okkur í uppsetningu, forritun og hýsingu á vönduðum snjallvefjum í WordPress.

WordPress kerfið er auðvelt í notkun og býður upp á mikinn sveigjanleika. Kerfið nýtur trausts hjá Google og er því góður kostur þegar kemur að leitarvélabestun.

Lögfræðingar
Netverslun

Fréttavefur

Menning
Gæludýr

Við setjum upp allskonar vefi

Við höfum sett upp innri vefi, fyrirtækjavefi, félagavefi, verslunarvefi, skólavefi, bæjarvefi, fréttavefi og uppskriftavefi svo fátt eitt sé nefnt.

Hafðu endilega samband og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.

Við tökum bæði að okkur uppsetningu á nýjum vefjum og uppfærslu á eldri vefjum.
Við uppfærslur á eldri vefjum er ýmist unnið í framenda við breytingar á útliti eða í bakenda við breytingar á virkni.

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk ákveður að setja upp nýjan vef.
Sumir vilja einfaldlega finnast á vefnum á meðan aðrir vilja geta vísað í verkin sín eða selt vörur og þjónustu, svo dæmi sé tekið.

Leiðin að settu marki er því mjög mismunandi eftir ástæðum.  Fyrir þann sem vill finnast á vefnum er ekki nóg að setja eingöngu upp vef, heldur þarf að huga að leitarvélabestun líka.  Fyrir þann sem vill selja vörur á vefnum er ekki nóg að setja upp vefverslun, heldur þarf að skoða hvernig á að taka á móti greiðslum og tryggja öryggi.  Er fyrirtækið þegar með þá samninga sem þarf til að taka á móti kortagreiðslum sem dæmi?  Hvernig á að tryggja öryggi notenda þegar greitt er í gegnum vefinn?  Hvernig á að koma vörunum til notenda?

Hafðu endilega samband og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.

Vefurinn þinn er móttaka fyrirtækisins á netinu og því mikilvægt að vanda vel til verka við alla vinnslu.
Þegar vefurinn hefur verið settur upp, þarf að viðhalda honum í framhaldi eins og viðhalda þarf skrifstofuhúsnæði – dytta að hér og þar.

Á nokkurra ára fresti getur verið þörf á umfangsmeiri breytingum í framenda.
Ástæður geta m.a. verið:

  • Þemað/útlitið er orðið úrelt og styður ekki nýjustu fítusa í WordPress.
  • Þú ert að nota frítt þema og vilt taka næsta skref til að auka virkni.
  • Þú vilt skipta um framework (burðargrind) til að auka virkni.
  • Vefurinn er gamaldags í útliti og kominn tími á breytingar.

Hver sem ástæðan er, þá getum við aðstoðað.

Hafðu endilega samband og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.

Breytingar í bakenda geta verið af ýmsum toga.

Margir vilja bæta við virkni án þess að þörf sé á breytingum á útlitinu sjálfu. Það er hægt að gera með því að setja upp ýmsar viðbætur, sumar sérsniðnar. Þar má t.d. nefna uppsetningu á lokuðu svæði fyrir skráða notendur og allskyns viðbætur til að bæta við virkni í netverslunum.

Hraðar tæknibreytingar kalla líka á breytingar.

Þegar snjallvefirnir komu til sögunnar, var nauðsynlegt að bregðast við svo hægt væri að skoða vefina með góðu móti í hinum ýmsu snjalltækjum.

Með átaki um öruggara internet, er gerð sú krafa að frá og með 2017 séu allir vefir tengdir í gegnum SSL. Þetta kallar í mörgum tilfellum á breytingar í bakenda á eldri vefjum, þar sem laga þarf slóðir í kóða til að fjarlægja “mixed content”.

Hver sem ástæðan er, þá getum við aðstoðað.

Hafðu endilega samband og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.

SÝNISHORN

Yfir 800 vefir í loftið.  Má bjóða þér í hóp ánægðra viðskiptavina okkar?