WP Dagsetning

WP Dagsetning eða WP Date Remover eins og við köllum viðbótina á ensku,
gerir kleift að fjarlægja dagsetningar úr völdum frétta-/greinaflokkum.

Einn af okkar góðu viðskiptavinum vildi hafa þann möguleika á sínum vef,
að fjarlægja dagsetningar úr ákveðnum frétta-/greinaflokkum.

Þrátt fyrir fjölda viðbóta í boði sem fjarlægja dagsetningar, var engin viðbót
sem bauð upp á að velja í hvaða flokki dagsetningar áttu að hverfa.  Við
smíðuðum því þessa viðbót til að leysa málið og ákváðum að hafa hana
fría fyrir hvern sem er að nota.

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 11.000 manns sótt viðbótina og ríflega 7.000
eru þegar með hana í notkun.

Ef þú vilt nýta þér viðbótina, þá getur þú sótt hana frítt hér:

About Tónaflóð information

TÓNAFLÓÐ hefur ávallt haft að markmiði að bjóða vandaða vöru og þjónustu á góðu verði og er viðskiptamannahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Fyrirtækið hannar, viðheldur og smíðar vefsíður af öllum stærðum og gerðum. Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá.