wordpress-hostingWordPress vefhönnun

Við sérhæfum okkur í uppsetningu, forritun og hýsingu á vönduðum snjallvefjum í WordPress, einu stærsta, öflugasta og vinsælasta vefumsjónarkerfi heims í dag.

Kerfið er opið og frjálst hverjum sem er til notkunar, svo ekki þarf að greiða nein leyfisgjöld.

Í janúar 2015 var WordPress kerfið í notkun hjá meira en 23,3% af 10 milljón stærstu vefsíðum heims samkvæmt Wikipedia og hafa yfir 60 milljón vefir verið settir upp í kerfinu.

Kerfið var upphaflega byggt sem bloggkerfi árið 2003, en hefur þróast í öflugt vefumsjónarkerfi sem hentar öllum gerðum vefsvæða, stórum og smáum. Af stærstu notendunum má t.d. nefna CNN, EBay, Sony og Samsung.

WordPress kerfið er auðvelt í notkun og býður upp á mikinn sveigjanleika. Kerfið nýtur trausts hjá Google og er því góður kostur þegar kemur að leitarvélabestun.