Um TÓNAFLÓÐ

Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson reka fjölskyldufyrirtækið TÓNAFLÓÐ, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989.

tonaflod_stofnad

TÓNAFLÓÐ var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu og hefur einnig gefið út barnabækur eftir hana í bókaflokknum Grallarasögur.  Vefsíðugerðin hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1996 og er fyrirtækið með elstu veffyrirtækjum landsins.

TÓNAFLÓÐ hefur ávallt haft að markmiði að bjóða vandaða vöru og þjónustu á góðu verði og er viðskiptamannahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Fyrirtækið hannar, viðheldur og smíðar vefsíður af öllum stærðum og gerðum. Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá.