Skip to Content

Blog Archives

Skemmtisiglingar með glæsiskipum

Norræna ferðaskrifstofan

Uppsetning á nýjum vef fyrir Norrænu ferðaskrifstofuna er eitt af skemmtilegum verkefnum okkar síðustu mánaða.

Norræna ferðaskrifstofan var stofnuð árið 1988 og er ein elsta ferðaskrifstofa landsins. Norræna ferðaskrifstofan sérhæfir sig í skemmtisiglingum með Norwegian Cruise Line sem hefur verið valið skemmtisiglingafyriræki Evrópu síðustu fimm ár. Norræna kappkostar að bjóða aðeins uppá ferðir í hæsta gæðaflokki þar sem gæði, fagmennska, gott verð og vönduð vinnubrögð eru aðalmarkmið.

Láttu nú drauminn rætast.  Fyrsta skrefið er að skoða heimasíðu Norrænu ferðaskrifstofunnar hér: https://www.norraena.is 

0 Continue Reading →

Fab Lab Ísland

Fab Lab Ísland

Eitt af skemmtilegum verkefnum okkar síðustu missera, er vinnsla á nýjum vef Fab Lab Ísland fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Skoðaðu nýja heimasíðu Fab Lab Ísland hér: https://www.fablab.is 

0 Continue Reading →

Nýr vefur Heilaheilla

Nýr vefur Heilaheilla er frá Tónaflóði

Vissir þú að árlega fá um 600 einstaklingar heilablóðfall eða um tveir á dag?

Heilaheill er félag sem vinnur á landsvísu að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall), aðstandenda þeirra og fagaðila. Heilaheill gegnir mikilvægu hlutverki með öflugu fræðslustarfi og stuðningi.

Skoðaðu nýja heimasíðu Heilaheilla hér: https://www.heilaheill.is 

Við óskum Heilaheill til hamingju með nýja vefinn.

0 Continue Reading →

Tónastöðin með nýja netverslun

Tónastöðin með nýja netverslun

Eitt af mörgum skemmtilegum verkefnum okkar í ár er uppsetning á nýrri netverslun fyrir Tónastöðina.

Tónastöðin er ein rótgrónasta hljóðfæraverslun landsins. Verslunin var stofnuð af hjónunum Andrési og Hrönn á Akranesi árið 1987 og hefur verið í Skipholti frá árinu 1995. Á þessum árum hefur safnast upp gífurleg reynsla og þekking í versluninni sem þjónustar jafnt byrjendur sem lengra komna.

Gæði hafa ávallt verið aðalsmerki Tónastöðvarinnar og er allt til alls í boði fyrir hljóðfæraleikara og annað tónlistarfólk.

Í dag eru ríflega 700 vörur í versluninni og er sífellt verið að bæta við.

Skoðaðu nýja netverslun Tónastöðvarinnar hér: https://www.tonastodin.is

Við óskum Tónastöðinni til hamingju með glæsilegan vef.

0 Continue Reading →

Veitingageirinn í nýjan búning

Veitingageirinn í nýjan búning

Í febrúar setttum við í loftið nýjan vef fyrir Veitingageirann, frétta- og upplýsingavef um allt er snýr að mat og vínum.  Einnig gerðum við kynningarmyndband sem sjá má hér að neðan.

Vefurinn leggur m.a. áherslu á að auka sýnileika á fagkeppnum í veitingabransanum. Þegar þetta er skrifað er undirbúningur fyrir hina virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or í fullum gangi, en Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

=> Veitingageirinn.is

Við óskum Veitingageiranum til hamingju með glæsilegan vef.

0 Continue Reading →

Tónaflóð notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tonaflod.is

 

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur