Að taka afrit af Facebook gögnum

Vissir þú að þú getur á einfaldan hátt tekið afrit af Facebook gögnum þínum og flétt í gegnum skilaboð, vinalista, stöðuuppfærslur, myndir og fleira á tölvunni þinni?

Svona ferðu að:

  1. Þú skráir þig inn á Facebook.
  2. Þú smellir á örina uppi í hægra horni og ferð í aðgangsstillingar.
  3. Neðst á þeirri síðu smellir þú á tengilinn “Hlaða niður afriti af Facebook gögnum þínum.”
  4. Á næstu síðu smellir þú á “Start My Archive” og svo á “Staðfesta” í framhaldi af því.
  5. Þegar afritið er tilbúið færðu sendan tölvupóst frá Facebook. (Getur tekið dágóða stund).
  6. Þú smellir á slóðina í tölvupóstinum og smellir svo á tengilinn “Hlaða niður afriti” og slærð inn lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn á Facebook.
  7. Þú smellir á “Download Archive” og vistar skrána á tölvunni þinni.
  8. Þú opnar möppuna sem þú varst að vista og smellir á HTML skjalið sem heitir index.
  9. Index síðan opnast í vafra og þú getur flétt í gegnum gögnin með því að smella á viðeigandi tengla.

Endilega deildu þessum fróðleik ef þú telur að hann geti komið öðrum að góðum notum 🙂