Starfsmenn

Selma Hrönn Maríudóttir | Ferilskrá (CV)

Selma er eigandi Tónaflóðs frá upphafi og rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum Smára V. Sæbjörnssyni, en fyrirtækið var stofnað árið 1989.

Selma er rafeindavirki að mennt og hefur einnig stundað nám í kerfisfræði og forritun ásamt því að sitja fjölda námskeiða á sviði margmiðlunar. Hún hefur starfað sem vefhönnuður Tónaflóðs frá árinu 1996 og hannað hundruði vefja í nafni fyrirtækisins.

Selma er einnig barnabókahöfundur og heldur úti vefnum Grallarar.is. Auk þess að semja barnaefni í frístundum hefur Selma fengist við lagasmíðar og textagerð.  Selma er meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands og STEFi, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar.

Smári Valtýr Sæbjörnsson | Ferilskrá (CV)

Smári er annar eigandi Tónaflóðs og sér um alla þjónustu við viðskiptvini.

Hann er matreiðslumaður að mennt og hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili.

Það er engin tilviljun hvað fyrirtækið hefur sett upp marga vefi tengda mat og drykk.  Þegar koma þarf slíkum upplýsingum á framfæri, setur kokkurinn sig í stellingar, velur hráefni og töfrar fram uppskrift að góðum vef.

Í frístundum fylgist Smári vel með öllu sem viðkemur mat og vín og heldur úti vefnum Veitingageirinn.is 

Ingibjörg Ýr Smáradóttir

Ingibjörg er framhaldsskólanemi og vinnur í fjölskyldufyrirtækinu með skóla.

Hún kemur að ýmsum verkefnun innan fyrirtækisins meðal annars efnisvinnslu og innsetningu efnis.