Skip to Content

Category Archives: Blogg

Tónastöðin með nýja netverslun

Tónastöðin með nýja netverslun

Eitt af mörgum skemmtilegum verkefnum okkar í ár er uppsetning á nýrri netverslun fyrir Tónastöðina.

Tónastöðin er ein rótgrónasta hljóðfæraverslun landsins. Verslunin var stofnuð af hjónunum Andrési og Hrönn á Akranesi árið 1987 og hefur verið í Skipholti frá árinu 1995. Á þessum árum hefur safnast upp gífurleg reynsla og þekking í versluninni sem þjónustar jafnt byrjendur sem lengra komna.

Gæði hafa ávallt verið aðalsmerki Tónastöðvarinnar og er allt til alls í boði fyrir hljóðfæraleikara og annað tónlistarfólk.

Í dag eru ríflega 700 vörur í versluninni og er sífellt verið að bæta við.

Skoðaðu nýja netverslun Tónastöðvarinnar hér: https://www.tonastodin.is

Við óskum Tónastöðinni til hamingju með glæsilegan vef.

0 Continue Reading →

Er vefurinn hægvirkur?

Er vefurinn hægvirkur?

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að vefur er hægvirkur.
Við getum aðstoðað þig við að greina vandamálið og finna réttu lausnina.

Ekki dragast aftur úr, hafðu samband.

0 Continue Reading →

Er vefurinn klár fyrir GDPR?

Er vefurinn klár fyrir GDPR?


Í dag 15. júlí 2018 tóku gildi ný lög ( nr. 90/2018 ) um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.  

Með löggjöfinni öðlast einnig lagagildi á Íslandi reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016. (Genereal Data Protection Regulation, GDPR).

Lögin fela í sér aukin réttindi þegar kemur að persónuvernd. 

 

Öll fyrirtæki skulu hafa auðskiljanlega persónuverndarstefnu.

Gerð er sú krafa að einstaklingar séu upplýstir um hvaða upplýsingum sé safnað og í hvaða tilgangi og jafnframt að þeir veiti samþykki.

 

Persónuvernd skal vera innbyggð í nýjan hugbúnað og upplýsingakerfi.

Innleiðingin hefur óhjákvæmilega í för með sér kostnað við ráðgjöf og uppfærslur.

 

 

Brot gegn reglum geta varðað háum sektum.

Sekt fyrir alvarlegustu brot getur numið allt að 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækis eða allt að 20 milljónum evra (um 2,5 milljörðum króna), eftir því hvort er hærra.

 

Hvaða áhrif hefur þetta á vefinn þinn?

Eins og fram kemur hér að ofan þurfa öll fyrirtæki nú að vera með persónuverndarstefnu.  Þú þarft að upplýsa notendur vefsins um hvort þú safnar persónuupplýsingum og ef svo er, í hvaða tilgangi og hvaða lagaleg forsenda sé fyrir hendi.

Ef þú notar tölfræðitól eins og Google Analytics, tekur á móti persónuupplýsingum í gegnum einfalt “Hafðu samband” form eða rekur netverslun svo dæmi sé tekið, þá þarftu að gera ráðstafanir.

Hvað þarf að gera?

Það þarf að byrja á því að greina vefinn og athuga hvort þú ert að nota vafrakökur eða aðrar lausnir sem fylgjast með notendum og geyma persónuupplýsingar.  

Ef þú ert að nota vafrakökur í slíkum tilgangi, þá þarf að útbúa vafrakökustefnu og ganga þannig frá tæknilega að notandi geti samþykkt eða synjað notkun þeirra. 

Það er ekki nóg að segja: Með því að heimsækja eða nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum  og hafa svo bara einn hnapp fyrir Samþykkja.  Samþykkið þarf að vera óþvingað (3. grein laga) og notandi á rétt á að synja. Ef notandi synjar, þá þarf að ganga þannig frá tæknilega að vafrakakan verði óvirk hjá þessum aðila.

Ef þú ert að nota form, þá þarf að ganga þannig frá að notandi gefi samþykki fyrir skráningu og vinnslu persónuupplýsinga áður en þær eru sendar.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um atriði sem þarf að kanna.  Best er að fá tilboð í innleiðingu á GDPR fyrir þinn vef.

Myndirnar hér að ofan eru skjáskot úr bæklingi Persónuverndar

0 Continue Reading →

20.000 manns nota nú viðbótina okkar

20.000 manns nota nú viðbótina okkar

Ríflega 20.000 manns víða um heim nota nú viðbótina okkar “Date Remover” sem gerir kleift að fjarlægja dagsetningar úr völdum flokkum í færslusafni WordPress. Viðbótin er frí og er fáanleg hér á heimasíðu WordPress.

Hvers vegna að fjarlægja dagsetningar?

Sumar upplýsingar eru tímalausar og eiga því eins vel við nú og fyrir t.d. þremur árum.  Með því að fjarlægja dagsetningu sem verður sjálfkrafa til þegar færsla er skráð í WordPress, má taka af allan vafa um að efnið sé úrelt.

Hvers vegna er viðbótin frí?

Í kringum WordPress hefur myndast gríðarlega öflugt samfélag, þar sem fjöldi fólks um allan heim vinnur að því að gera gott kerfi enn betra. Þeir sem sérhæfa sig í WordPress og nota kerfið í atvinnuskyni eins og við, gefa flestir til baka með einum eða öðrum hætti.  Til dæmis með því að búa til fríar viðbætur sem eru öllum aðgengilegar inni á heimasíðu kerfisins – wordpress.org

Hvað segja notendur?

Þó að fjöldi eintaka í notkun segi sitt um framtakið, þá er alltaf gaman að fá persónuleg ummæli líka.
Hér eru nokkur sem skráð hafa verið opinberlega á heimasíðu WordPress:

Ef þú vilt nýta þér viðbótina, þá getur þú sótt hana frítt hér:

0 Continue Reading →

Veitingageirinn í nýjan búning

Veitingageirinn í nýjan búning

Í febrúar setttum við í loftið nýjan vef fyrir Veitingageirann, frétta- og upplýsingavef um allt er snýr að mat og vínum.  Einnig gerðum við kynningarmyndband sem sjá má hér að neðan.

Vefurinn leggur m.a. áherslu á að auka sýnileika á fagkeppnum í veitingabransanum. Þegar þetta er skrifað er undirbúningur fyrir hina virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or í fullum gangi, en Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

=> Veitingageirinn.is

Við óskum Veitingageiranum til hamingju með glæsilegan vef.

0 Continue Reading →

Tónaflóð notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tonaflod.is

 

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services